AÐSEND FRÉTT: FULLT FJÖR Á AKRANESI

Arnar óli er komin með skemmtilega frétt. Við skulum heyra í honum:

 „Hoppland komið til Akranes, Hoppland er staður á Akranesi sem þú getur hoppað í sjóinn

Hægt er að hoppa af mismunandi háaum pöllum þannig að allir geta reynt við stökk í sjóinn. Boðið er upp á leigu á blautbúningi, hönskum og alls sem þarf til að hægt sé að hoppa, Nánari upplýsingar eri að finna á https://www.hoppland.is/ 

Hægt er að fara á Langasand þar sem gaman er að sulla, vaða og leika sér í sandinum. Einnig er þar sturta til að skola af sér. Náttúrulegur strandstaður sem gaman er að fara á og skemmtilegt útivistarsvæði þar í kring.

Á eða við Langasand er svo Guðlaug,. Guðlaug eru heitur pottur alveg í fjöruborðinu. Opnunartímar og gjaldskrá er að finna á Akranes.is https://www.akranes.is/is/frettir/nyr-opnunartimi-i-gudlaugu-tekur-gildi-og-gjaldtaka-hefst

Á Akranesi eru fullt af fallegum fjörum og alveg tilvalið að skella sér á kayak á góðviðrisdegi. Kayakleigan Blue water kayaks er staðsett rétt hjá Hopplandi og þar er hægt að lengja allskyns búnað Kayak, fatnað og annan útbúnað sem þarf til að skella sér út á sjó. https://bw-kayak.com/

Á Akranesi er falleg skógrækt og oft er þar frábært að vera. Þar er frisbýgolf, aparóla hægt að fara í fótbolta eða strandblak ásamt fullt af öðrum leiktækjum og þrektækjum. Eitthvað fyrir alla og svo er hægt að grilla og hafa það notalegt. 

Vitinn niður á Breið er mjög flottur reyndar báðir vitarnir. Mikið af ferðamönnum koma niður á Breið til að skoða gamla vitann í fjörunni eða kíkja inn í nýja vitann og jafnvel er mögulegt að þar séu viðburðir í gangi svo sem listaverkasyningar, vinnuskólakrakkar að spila á hljóðfæri eða einhver heimsfrágur jafnveg að syngja enda frábær hljóðburður í vitanum. 

Byggðasafnið á Akranesi er líka mjög flott og margt spennandi að sjá. Þar er einnig í boði skemmtilegur ratleikur. https://www.museum.is/

Þeir sem vilja gista á Skaganum gera komið sér fyrir á fallegu tjaldstæðinu okkar. Það er við eina af okkar flottu fjörum og fullt af skemmtilegum leiktækjum fyrir börn að dunda í. 

Í júlí á hverju ári eru haldnir Írskir dagar á Akranesi þá er bærinn okkar skreyttur og fullt af skemmtilegum viðburðum í gangi alla helgina. https://www.akranes.is/mannlif/afthreying/irskir-dagar

Allavega er alltag nóg að gerast á Skaganum og fullt af skemmtilegri afþreyjingu

kær kveðja Arnar óli.

Myndir af öllu:

Hopland á Akranesi
Langisandur
Gudlaug
Gamli vitin